Leita í fréttum mbl.is

Blogg um veturinn 2013-2014

Í íslensku lærðum við stafsetningu og fleira, við vorum í bókum t.d. Mál í mótun, Skræðu, og í ferilritun. Í ferilritun skrifar maður sögu. Í yndislestri lesum við margar bækur og þegar við erum búin með bókina skrifum við um bókina svo aðrir geta séð hvað hún er skemmtileg.

Í ensku erum við að skrifa verkefni t.d. My favorite animal og My best friend og mörg önnur verkefni. Ég læri mikið í ensku.

Í stærðfræði erum við að læra í bók sem heitir Stika 2b og í bókinni eru kaflar og eftir hvern kafla tökum við próf, en við erum ekki alltaf að læra í henni, við förum í mörg önnur verkefni. Við spilum stundum stærðfræði spil.

Við lærðum um geitunga og sáum mörg myndbönd um geitunga, svo gerðum við geitunga bók sem var skemmtilegt, ég lærði mikið um þá t.d. Þernur og allskonar geitunga tegundir. Trjágeitunga tegundin er uppáhalds tegundin mín.

Á bloggsíðunni erum við að blogga um verkefni t.d. hvalaverkefni og þetta verkefni (blogg um veturinn)og My favorite animal. Ég lærði að setja verkefni inn á blogg og það er gaman að blogga.

Við höfum farið í vettvangsferðir t.d. í bíó á ísbjarna mynd og við fórum líka í Boot camp og í Boot camp fórum við í alls konar íþrótta leiki og við boxuðum í box púða og margt margt fleira sem var skemmtilegt og ég lærði margt t.d. nýja tegund af armbeygjum og margt fleira.

Við lærðum um Snorra Sturluson í bók sem heitir Snorri. Við gerðum mörg verkefni og ég lærði margt t.d. að Snorri eignaðist fimm börn og hann átti margar konur, og hvenær hann dó.

Svo lærðum við um Benjamín Dúfu með því að lesa bókina og vinna í verkefnahefti, svo gerðum við okkar eigin skjöld og ég valdi hund, við enduðum á því að horfa á myndina Benjamín Dúfu. Ég lærði samskipti og íslensku.

 

 

 

Mér hefur bara liðið ágætlega í 6 bekk því kennararnir verða  alltaf skemmtilegri og skemmtilegri en maturinn er samt ekki góður og þegar ég er í frímínútum er ég með svo skemmtilegum  krökkum í svo skemmtilegum leikjum.

Uppáhalds námsgreinin mín er stærðfræði því ég læri svo mikið í stærðfræði og ég er með svo skemmtilegum krökkum og við gerum svo mikið.

Mér fannst ekkert erfitt á þessari skólaönn.

Það sem mér fannst standa uppúr var verk og list því við gerum svo margt og mikið.

 


ferilritun

Allý 1. Apríl er skemmtileg saga sem ég samdi. Allý á eina litla systur, mömmu, pabba og ömmu sem heitir Lóa. Allý finnur kisu og fer með hana heim, en amma Lóa er ekki hrifin af því og þarf að fara burt. Lóa lendir í skrítnum hlutum og þarf að laga það sjálf. Bókin fær 4 stjörnur frá lesendum, útgáfufélag Öldó

my favorite animal

 

my favorite animal is horse. I got information on the internet and it worked well to write in English,it was hard to finish on time and it was easy to find information online. This was a fun project.


Hvalir

Hæ Hæ

 

Ég var að gera hvala verkefni um hvali. Í hvala verkefninu gerði ég bók um tannhvali og skíðishvali í bókinni gerði ég líka almennt um hvali og margt fleira. Í hvala verkefninu lærði ég fullt ég lærði að skíðishvalir eru með tvö blástursop en tannhvalir bara eitt svo lærði ég líka að hvalir anda með lungum. Þetta verkefni vað rosa skemmtilegt og fræðandi.

 

Kv. Regína Lilja                                                                                                                                         bæ


Höfundur

Regína Lilja Gunnlaugsdóttir
Regína Lilja Gunnlaugsdóttir
Ég er 11 ára og ég æfi sund og spila á þverflautu
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband